Hugrún – Sögur og samræðuæfingar
11 Góður vinur Hver er vandi sögumanns í þessari sögu? Er hann sjálfur góður vinur? Hér gefst tækifæri til að ræða mismunandi tegundir vináttu. Það mætti halda því fram að frændinn sé enginn vinur og telja upp margar ástæður fyrir þeirri niðurstöðu. Svo mætti líka halda því fram að hann sé ákveðinn tegund af vini. Því er ekki að neita að sögumanni finnst frændinn um margt skemmtilegur, hann kynnist æsilegu lífi í gegnum hann og svo er frændinn örlátur á sælgæti. Er rangt af sögumanni að valda besta vini sínum vonbrigðum? Hvað gerir sögumaður rangt og hvers vegna? Skortir hann eiginleika til þess að vera góður vinur? Ljóti andarunginn Hvað velkist fyrir sögumanni hér? Hann fer allt í einu að efast um það sem honum fannst einu sinni svo fallegt. Hvað gerist þegar við hættum bara allt í einu að trúa einhverju sem við höfðum aldrei efast um áður? Efasemdirnar beinast að boðskap ævintýrisins frekar en fallegum endi þess. Sögumaður furðar sig á því að enginn gat skynjað fegurð litla svansins nema þeir sem voru svanir líka. Er ekki til eitthvað fallegt hvað sem hverjum finnst? Er sumt fólk næmara á fegurð en annað fólk? Hvernig birtist það? Hver er munurinn á mönnum og dýrum eins og álftum og gæsum sem halda sig eingöngu innan flokksins? Merkir æfing. Merkir samræðuáætlun.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=