Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

9 Ofurhetjur Markmið með þessari sögu er að fá börnin til að velta fyrir sér hvernig þau myndu vilja breyta heiminum ef þau hefðu ofurkrafta til þess. Myndu þau verja öllum kröftum til að bæta heiminn eða nota ofurkraftana til þess að breyta eigin lífi til góðs? Kyndið undir ímyndunarafli þeirra með ábendingu um að ofurhetjan þeirra geti búið yfir hvaða yfirnáttúrulegum eiginleikum sem er. Hrekkir Þessi saga fjallar um hugrekki og möguleika okkar til að hjálpa þeim sem verða undir í lífsbaráttunni. Sýndi sögumaður hugrekki? Af hverju (ekki)? Einnig má leiða hugann að því hvers vegna Kjartan níðist á öðrum börnum sem mega sín lítils? Er hann vondur? Ef svo er í hvaða skilningi þá? Eða er hann á einhvern hátt afvegaleiddur og hvaða skýringar geta verið á því? Sögumanni tókst að fá Kjartan til að hætta að níðast á Jóhanni. Var rétt af sögumanni að láta málið í hendurnar á frænda sínum og vinum hans? Var eitthvað rangt við að fá stærri stráka til að tuska Kjartan til og hóta honum? Í fréttum Alls konar fréttir um ástandið á Íslandi og í heiminum öllum dynja á börnum. Hér gefst tækifæri til að fá börnin til að tjá sig um það sem þau heyra sjálf í fréttum og umræðum fullorðinna í framhaldi af þeim. Einnig að opna á umræðu um fréttamat og hvort alltaf sé hægt að treysta því að fréttir gefi rétta mynd af því sem er að gerast í heiminum. Er það ekki matsatriði hvað er fréttnæmt? Við fréttum augljóslega ekki allt sem gerist í heiminum og þess vegna er ástæða til þess að spyrja hvernig fréttamenn fara að því að greina á milli frétta sem skipta máli og þess sem ekki er talin næg ástæða til að segja frá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=