Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

97 5. Þekkir þú fleiri skáldsögur eftir sama höfund? 6. Hefur skáldsagan fengið mikla umfjöllun? 7. Þekkir þú einhvern sem hefur lesið skáldsöguna? 8. Hvert heldur þú að sé helsta viðfangsefnið? 9. Hvers vegna valdir þú þessa bók? Eftir að þú last skáldsöguna 1. Hvert er viðfangsefnið í skáldsögunni? 2. Hvaða áhrif hafði efni sögunnar á þig? 3. Fannst þér sagt frá trúverðugum atburðum? 4. Við hvernig aðstæður búa persónurnar sem sagt er frá? 5. Hvernig tókst höfundi að skapa persónur? 6. Hvaða aukapersónur eru mikilvægastar og hvers vegna? 7. Hvernig er sambandi persóna háttað? 8. Hvernig breytast persónur í sögunni eða viðhorf þeirra og skoðanir? 9. Hvar og í hvernig umhverfi gerast atburðirnir sem sagt er frá? 10. Á hvaða tíma gerist sagan? 11. Hvað gerist sagan á löngum tíma? 12. Er sagt frá í réttri tímaröð eða flakkað fram og til baka í tíma? 13. Er mikið um endurlit eða tímaeyður? 14. Hvað líður langur tími milli ritunartíma og ytri tíma sögunnar? 15. Hver er frásagnarháttur sögunnar? 16. Hvernig er atburðum raðað upp í þeim tilgangi að byggja upp spennu? 17. Hvert er meginþema sögunnar? 18. Hver heldur þú að boðskapurinn geti verið?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=