Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

96 Um innihald skáldsagna 1. Finnst þér kostur ef skáldsögur hafa boðskap? 2. Ætti boðskapurinn að vera augljós? 3. Heldur þú að spennusögur hafi boðskap? 4. Hvernig er spenna byggð upp í skáldsögu? 5. Er byggð upp spenna í öllum skáldsögum? 6. Á hvern hátt geta skáldsögur haft áhrif á þroska og tilfinningar ungs fólks? 7. Hvað gerir skáldsögu góða? 8. Hvað gerir skáldsögu lélega? 9. Hvernig vilt þú að skáldsögur endi? 10. Hvað finnst þér mæla með því að gefa út framhaldssögur? Um unglingabækur 1. Að hvaða leyti eru unglingabækur frábrugðnar skáldsögum fyrir fullorða lesendur? 2. Hvert er algengasta viðfangsefnið í unglingabókum? 3. Lesa unglingar kannski frekar fullorðinsbækur? 4. Lesa fullorðnir unglingabækur? 5. Hver er helsti munur á unglingabókum og skáldsögum fyrir fullorðna? 6. Hvernig er best að vekja áhuga unglinga á skáldsögum? 7. Hvaða munur heldur þú að sé á bókum sem skrifaðar eru sérstaklega fyrir annaðhvort stelpur eða stráka? 8. Hvernig finnst þér að góðar unglingabækur ættu að vera? Áður en þú lest skáldsöguna 1. Hver er höfundur skáldsögunnar? 2. Hvenær kom hún út? 3. Hver gefur hana út? 4. Hvað eru blaðsíðurnar margar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=