Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
95 Til umhugsunar við bókmenntalestur Eftirfarandi spurningar getur verið gott að skoða fyrir lestur skáldsagna, samhliða lestri eða að honum loknum. Almennt um skáldsögur 1. Hvað er það sem fær fólk til að lesa skáldsögur? 2. Hvar og hvenær finnst þér best að lesa skáldsögur? 3. Getur þú rifjað upp bókartitil sem þér fannst áhugaverður? 4. Hvað getur þú nafngreint marga rithöfunda? 5. Hvað getur þú nafngreint margar skáldsögur? 6. Hvað hefur þú lesið margar skáldsögur eftir sama rithöfund? 7. Hver er uppáhaldsrithöfundur þinn? 8. Hvernig velur þú þér skáldsögur til að lesa? 9. Hvers konar skáldsögur höfða ekki til þín? 10. Hvernig sögur fannst þér skemmtilegast að hlusta á eða lesa þegar þú varst yngri? 11. Hvað finnst þér að ætti að standa aftan á bókakápu? 12. Hvaða munur heldur þú að sé á góðum, vel skrifuðum skáldsögum og lélegum? 13. Hefur þú lesið skáldsögu sem þér fannst léleg? 14. Hvernig skáldsögur finnst þér erfitt að lesa? 15. Hvaða munur er á góðri skáldsögu og góðri kvikmynd? 16. Hvaða skáldsögu myndir þú vilja sjá kvikmyndaða og hvers vegna? 17. Hvað gæti komið í veg fyrir að þú læsir skáldsögur?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=