Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

93 93 Öfugmælavísur Vísur í gamansömum tón með þversögnum eða staðreyndum sem snúið er á hvolf eru kall- aðar öfugmælavísur. Oftar en ekki má greina í þeim svolítið háð. Fiskurinn hefur fögur hljóð, finnst hann oft á heiðum. Ærnar renna eina slóð eftir sjónum breiðum. Séð hef ég köttinn syngja á bók, selinn spinna hör á rokk, skötuna elta skinn í brók skúminn prjóna smábandssokk. Séð hef ég hvalinn sitja á stól, selinn strokka og renna, skötuna ganga á grænum kjól, gráan hest með penna. B jarni Jónsson (1575–1655)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=