Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
92 Ævintýri gerast oftast í ímynduðum heimi, í höll eða kastala, stundum líka á bóndabæ. Þau eru óbundin stað og tíma, geyma oft galdra eða töfra, langar frásagnir sem ekki er ætlast til að menn trúi. Tölurnar 3, 6, 9 og 12 koma oft fyrir og einnig vísur, stef og stuðlar sem gera textann hljómrænan. Föst orðatiltæki og orðasambönd eru algeng. Í ævintýrum má oft finna mjög skarpar andstæður; góður – vondur, ríkur – fátækur, fallegur – ljótur, heimskur – vitur. Mörg ævintýri eru munnmælasögur sem gengu mann fram af manni áður en þau voru skrif- uð niður og eru höfundar þeirra óþekktir. Einn þekktasti og vinsælasti ævintýrahöfundurinn er H.C. Andersen (1805–1875). Ævintýri hans urðu seinna fyrirmynd flestra barnaævintýra. Höfundar sumra ævintýra eru ekki þekktir og þau sögð höfundalaus. Ein af þekktari ævintýra- bókum er Þúsund og ein nótt . Hún var fyrst skrifuð á arabísku en síðan þýdd á mörg tungumál, t.d. íslensku um miðja 19. öld. Ævintýri hefjast oft á orðunum: Einu sinni var … Ævintýri enda oft á orðunum: Köttur úti í mýri … Ævisaga Ævisögur eru ólíkar ýmsum öðrum bókmenntum að því leyti að efni þeirra er ekki byggt á skáldskap heldur raunverulegum atburðum. Í þeim segir frá æviferli og störfum einstaklinga, oftar en ekki að þeim látnum. Það er þó ekki algilt og oft eru skrifaðar ævisögur einstaklinga þegar þeir eru enn í fullu fjöri og þá rifjaðir upp liðnir atburðir. Fornbókmenntir Íslendinga hafa að geyma ævisögur ýmissa merkra einstaklinga en ævisögur urðu hins vegar ekki til sem sjálfstæð bókmenntagrein fyrr en löngu seinna og blómatími þeirra varð ekki fyrr en á 20. öldinni. Nú eru ævisögur með vinsælli bókmenntagreinum á Íslandi. Sjálfsævisaga Sjálfsævisögur hafa verið vinsælt bókmenntaform á Íslandi í margar aldir. Í sjálfsævisögu skrifar höfundur sjálfur eigin ævisögu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=