Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

91 Ættartala – Ættartré Þegar persónur í skáldsögu eru margar og fjölskylduböndin snúin getur verið gott að gera ættartölu og teikna skýringarmynd eða svokallað ættartré. Ættartré henta vel til að sjá tengsl sögupersóna og jafnvel má átta sig á fleiri þáttum í persónugerðinni. Algengt er að sjá ættartölu í Íslendinga sögum. Ýr er systir Rósu en Ketill hét faðir þeirra. Dögg móðir þeirra féll frá er dæturnar voru ungar og kvæntist Ketill þá Heru. Þau eignuðust einn son saman er Áki hét. Ævintýri Ævintýri eru frásagnir sagðar fólki til skemmtunar. Mörg íslensk ævintýri eiga sér alþjóðlegar hliðstæður því svipaðar eða mjög líkar sögur eru til í ýmsum löndum. Nokkur ævintýri eru þó séríslensk, t.d. ævintýrið um Búkollu. Ævintýri og þjóðsögur eru ekki það sama en eiga margt sameiginlegt og stundum er erfitt að greina þar á milli. Í ævintýrum eru persónur yfirleitt fáar og persónusköpunin einföld. Í þeim koma gjarnan fyrir kóngur, drottning, prins, prinsessa, bóndi, bóndakona, bóndasonur og bóndadóttir. Í þeim er oft norn eða galdrakarl. Algengt er að sögurnar hafi alþjóðleg minni, t.d. stjúpmæðraminnið. Nöfn persóna eru oft lýsandi fyrir þær, t.d. um innræti eða stöðu, s.s. Hans klaufi, Mjallhvít og Öskubuska. Ævintýri eru oftast full af furðum, kynjaverum, álögum og töfragripum. Þau fjalla yfirleitt um baráttu góðs og ills og mörg þeirra fela í sér einhvers konar siðaboðskap. Sögurnar enda oftast vel, a.m.k. fyrir aðalpersónurnar sem eru alltaf góðar. Nokkur þekkt ævintýri Eldfærin Grámann Hans klaufi Hans og Gréta Litla hafmeyjan Litla stúlkan með eldspýturnar Litli ljóti andarunginn Prinsessan á bauninni Sagan af Helgu Karlsdóttur Sagan af Hlyni kóngssyni Sagan af Kolrössu krókríðandi Dögg Ketill Hera Ýr Rósa Áki

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=