Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

90 Þversögn Þversögn er orðalag sem virðist vera merkingarleysa eða fela í sér mótsögn. Þegar betur er að gáð kemur oft í ljós að þversögnin hefur eitthvert röklegt samhengi. Þversögn kemur oft fyrir í daglegu máli en þegar hún er notuð á markvissan hátt í skrifum eða tali er litið á hana sem stílbragð. Ættjarðarljóð Ættjarðarljóð hafa verið eitt af yrkisefnum ljóðskálda í margar aldar. Í þeim dásama skáldin náttúru landsins; fjöllin og fossana, kjarrið og móana. Einnig voru landsmenn hvattir til dáða í sjálfstæðisbaráttunni eða stjórnvöld gagnrýnd fyrir pólitískar ákvarðanir, t.d. hersetu á Reykjanesi. Hver á sér fegra föðurland? Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Hulda Ég leita þín (brot) Ó, þú og ég, sem höfum aldrei hist, mitt hjarta er þreytt á því, sem var og er. Ég, sem þú ekki þráðir, hlotnast þér. þig, sem ég gat ei fengið, hef ég misst. Steinn Steinarr Mótsagnir Ást er föstum áþekk tind. Ást er veik sem bóla. Ást er fædd og alin blind. Ást sér gegnum hóla. Steingrímur Thorsteinsson hálfsannleikur hrópandi þögn opinbert leyndarmál

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=