Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

89 Þula Þula er ljóð með frjálsu formi án erindaskila. Ljóðlínur eru oft mislangar, allt frá fjórum línum að tvö hundruð línum. Þulur eru ævafornar og má rekja þær aftur til heiðni. Þær hafa varðveist í handritum og munnmælum. Efni þulna er venjulega einfalt. Stundum eru nafnaraðir uppistaðan, t.d. tröllanöfn, kúanöfn, jólasveina- eða mannanöfn o.fl . Oft er ort um umhverfið, sveitina, eldhúsið, vinnuna, bænir og fræðslu. Höfundar eru oftast óþekktir. Tunglið, tunglið, taktu mig og berðu mig upp til skýja. Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. Mun þar vera margt að sjá, mörgu hefurðu sagt mér frá, þegar þú leiðst um loftin blá og leist til mín um rifinn skjá. Komdu, litla Lipurtá, langi þig að heyra, hvað mig dreymdi, hvað ég sá, og kannske sitthvað fleira. Ljáðu mér eyra. Litla flónið, ljáðu mér snöggvast eyra: Þar er siglt á silfurbát með seglum þöndum, rauðagull í rá og böndum, rennir hann beint að ströndum, rennir hann beint að björtum sólarströndum. Theodóra Thoroddsen

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=