Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

7 Aðal- og aukapersóna Persónum í skáldskap er skipt í aðalpersónur og aukapersónur. Aðalpersónurnar hafa eðlilega stærra hlutverk. Algengt er að ein aðalpersóna sé í skáldverkinu en stundum eru þær fleiri. Persónusköpun er einn af veigamestu þáttum í skáldskap. Þarna fyrir handan er borgin þarsem þessi saga átti sér stað, svo sem engin stórborg, en nógu stór til þess að fólk fæðist þar og deyr og myndast við að lifa við óvissan orðstír. Ég, Ormur Óðinsson, nýlega sautján ára, einn og áttatíu á hæð með dökkgrá augu og dökk- brúnt hár, er híngað kominn með tíu rúgbrauð, tólf dósir af fiskibollum, ritvél og glás af pappír til að skrifa sögu sem gerðist í fyrravetur, og það vill svo til að ég er aðalpersónan í sögunni. Ólafur Haukur Símonarson: Gauragangur Afþreyingarbókmenntir Bækur sem fyrst og fremst eru ætlaðar til skemmtunar eru oft kallaðar afþreyingarbókmenntir. Það á t.d. við um ýmsar ástarsögur, sakamálasögur, spennusögur og leynilögreglusögur. Sumar unglingabækur falla í þennan flokk, t.d. sögurnar um ofurtöffarann Bert eftir Anders Jacobsson og Sören Olsson og Gæsahúðabækur Helga Jónssonar. Afþreyingarbókmenntir eru stundum gagnrýndar fyrir það að persónusköpun sé grunn, að vandamál séu leyst á einfaldan og óraunsæjan hátt og úr takti við raunveruleikann. Jafnvel er talað um að höf- undum afþreyingabókmennta liggi ekki mikið á hjarta, að þeir hafi ekki frá neinu merkilegu að segja. Það á að sjálfsögðu ekki alltaf við. Orðið reyfari er stundum notað um þessa tegund bókmennta. Andstæða þeirra eru svokallaðar fagurbókmenntir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=