Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
87 Þjóðkvæði Þjóðkvæði eða þjóðvísur er höfundarlaus kveðskapur sem varðveist hefur í munnlegri geymd frá einni kynslóð til annarrar. Kvæðin eru ætluð til flutnings, oftast til söngs. Markviss söfnun þjóðkvæða hófst hér á landi á 19. öld. Þjóðsaga Þjóðsögur eru höfundalausar frásagnir sem hafa varðveist í munnlegri geymd, oft öldum saman. Fáar þjóðir eiga jafnstórt safn af þjóðsögum og Íslendingar. Enginn veit hver sagði söguna fyrstur og stundum eru til mörg afbrigði af sömu sögu. Einkenni þjóðsagna eru m.a. að sagan er sögð í réttri tímaröð, hún hefur kynningu, flækju, ris og lausn. Frásagnarháttur þjóðsagna er venjulega einfaldur, málfarið einfalt og kjarnmikið. Margar þjóð- sögur innihalda vísur eða stef. Andstæður eru áberandi í persónusköpun, t.d. ríkur – fátækur, vondur – góður, lítill – stór, vitur – heimskur. Endurtekningar eru algengar og er þrítala mikið notuð til að tákna áherslu og skapa stígandi. Sem dæmi má nefna þrjár dætur, þrjár gátur eða þrjú tækifæri. Aðalsöguhetjur eru fáar. Þjóðsögur lýsa oft raunverulegum atburðum á stuttan og einfaldan hátt. Sumar þjóðsögur er þó heldur ótrúverðugar. Algengt viðfangsefni þjóðsagna eru samskipti fólks við tröll og forynjur, útilegumenn, álfa og óblíð náttúruöflin. Margir flokkar þjóðsagna • draugasögur • galdrasögur • helgisögur • kímni- og ýkjusögur • sögur af álfum og huldufólki • tröllasögur • útilegumannasögur … smérið rann, roðið brann, sagan upp á hvern mann, sem hlýða kann. Brenni þeim í kolli baun, sem ekki gjalda mér sögulaun fyrr í dag en á morgun. Köttur út í mýri setti upp á sér stýri; úti´er ævintýri. Margar íslenskar þjóðsögur enda á þessu þjóðkvæði.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=