Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

86 Ýkjur Í skáldskap er stílbrögðum gjarnan beitt markvisst til þess að hafa áhrif á upplifun lesandans. Stundum eru ýkjur notaðar á þennan hátt. Þá er gert meira úr því sem lýst er eða atburðum heldur en efni standa til. Lýsingar á atburðum geta orðið stórkostlegar eða mannkostir persóna miklaðir fram úr öllu hófi. Úrdráttur er andstæða ýkja. Sigu nú saman fylkingar meðr ógurligu herópi og geystum gný, og var sem kvæði viðr í himinskýjunum og skylfi hamrar og hafs bárur og hvað sem á jörðu var. Skutust menn fyrst á með gaflokum, flettiskeptum og spjótum; þá var gerð grjóthríð svo mikil, að eigi sá til sólar. Úr sögunni af Heljarslóðarorrustu eftir Benedikt Gröndal Tristram snerist til veggjar, svo hart hann stakk; heyra mátti mílur þrjár, hans hjartað sprakk. Úr Tristramskvæði Þema Í skáldsögum, leikritum og jafnvel ljóðum geta lesendur oft greint tiltekna hugmynd eða við- fangsefni sem höfundur byggir á. Slík hugmynd er kölluð þema verksins. Þemað má skýra í örstuttu máli, jafnvel einu orði. Það getur t.d. verið unglingaveiki, fyrsta ástin, vinátta, sönn ást, flutningar, yfirnáttúrulegir atburðir, afbrýðisemi eða trygglyndi. Stundum er hægt að greina fleiri en eitt þema, ekki síst í löngum skáldsögum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=