Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

85 Vísuorð Vísuorð er annað orð yfir ljóðlínu. Ferskeytla hefur t.d. fjögur vísuorð en limra fimm. Stundum eru orðin braglína eða hending notuð í stað vísuorðs. Yfirborðsmynd Yfirborðsmynd er hugtak sem notað er í tengslum við umfjöllun um ljóð. Þegar yfirborðs- mynd er skoðuð er byrjað á því að líta á söguna sem er sögð í ljóðinu eða myndina sem blasir við. Skoða þarf þessa yfirborðsmynd áður en hægt er að túlka ljóðið og skilja það til fulls. Túlkun Þetta er ljóð sem höfðar mjög sterkt til ólíkra skynsviða. Áhrifamáttur þess felst í þögninni sem undirstrikar nærveru dauðans og sorgar- innar, kyrrðinni, kuldanum og fjarveru mann- anna. Myndin er frosin, dökk, þögul, köld. Samt er hæg hreyfing í ljóðinu, sbr. sagnirnar: þukla, hikandi, leggur, hljóma, ferðast. Yfirborðsmynd Frostnótt, máninn varpar birtu yfir byggðina. Tunglbirta líður eftir kirkju- veggjum. Skuggamynd kirkjukrossins liggur á jörðinni. Heyra má lágt hljóð í kirkjuklukkum í næturkyrrðinni. Líkkista stendur uppi í kirkjunni. Ljósin í kirkjunni Hikandi ljós þukla syfjuðum gómum um kvöldþvala veggi þegjandi steinkirkju. Haustmáni skarður leggur róðukross dökkan á hjarnföla bringu kulsællar foldar. Yfir dottandi byggð hljóma kólfslögin dimmu við málmhöttinn kalda í brothættri kyrrð. Í grenistokki svörtum ferðast daglilja bliknuð með bogmannsör hvíta gegnum hjartablöð sölnuð. Einar Bragi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=