Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

Vísun í söguna um Mjallhvíti og dvergana sjö. Í henni spyr stjúpmóðir Mjallhvítar spegilinn hver sé fegurst kvenna. 84 Vísindaskáldsaga Vísindaskáldsögur gerast í ímyndaðri framtíð. Tækni og vísindi ráða ríkjum og algengt við- fangsefni er framtíð mannkynsins á jörðinni, heimsendir, tímaflakk, vélmenni, geimverur og möguleikinn á lífi á öðrum hnöttum. Sögur í þessum dúr litu fyrst dagsins ljós í kjölfar vísindahyggju á 17. og 18. öld. Meðal þekktari bóka í þessum flokki er líklega Frankenstein ( The Modern Prometheus 1818), sagan um skrímslið sem var lífgað við af vísindamanni. Einnig Leyndardómar Snæfellsjökuls ( Journey to the Center of the Earth 1864), bók sem fjallar um þýskan prófessor sem ferðast til miðju jarðarinnar. Hann hafði fengið þá hugdettu að hver einasti hluti mannslíkamans byggi yfir frjói allra hinna: að úr tá eða jafnvel fingurnögl væri hægt að láta allt hitt vaxa – andlitið, augun, magann, beinin, hjartað og jafnvel heilann. Ekki vissi hann hvaðan hann hafði fengið hug- myndina; ef til vill hafði Krempe prófessor sagt eitthvað sem hafði kveikt hana, en líklegra var þó að hann hefði séð hana í einhverri hinna tíðlesnu bóka um gullgerð sem hann hafði komið með frá Genf og síðan brennt samviskusamlega að fyrirmælum Kremps. Úr Frankenstein eftir sögu Mary Shelley í endursögn Johns Grants Vísun Þegar skírskotað eða vísað er til einhvers utan skáldverksins, annaðhvort beint eða óbeint, er það kallað vísun. Þá þurfa lesendur að þekkja til þeirra atriða eða persóna sem vísað er til svo þeir geti skilið textann til fulls. Algengt er að vísað sé til Íslendingasagna, þjóðsagna, ævintýra, Biblíunnar eða þekktra kvikmynda. Kona Konan sem brosir til mín er búin að brosa í spegilinn. Hann sagði henni hver væri fegurst allra. Konan sem brosir til mín er bara að segja mér hvað spegillinn sagði – Og enginn maður er vitrari en spegill. Þórður Helgason

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=