Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

83 Viðlíking Viðlíking er ein tegund líkinga og felst í því að bera eitthvað tvennt saman. Líkingar eru hluti af hversdagsmáli en í skáldskap leggja höfundar oft kapp á að skapa sínar eigin líkingar og sýna þannig frumleika sinn og listfengi. Líkingar þekkjast á hjálparorðunum eins og , sem , l íkt og . Þannig er lesandanum sagt hverju er líkt við hvað: Hann er svartur sem sót. Augun þín eru stór eins og undirskálar. Þú ljómar líkt og sólin. Þegar viðlíking er skoðuð þarf að hafa í huga: • Hverju er verið að lýsa? • Við hvað er því líkt? • Hvert er líkingin sótt? Jarðerni Af þér er ég kominn undursamlega jörð: eins og ljós skína augu mín á blóm þín eins og snjór lykja hendur mínar um grjót þitt eins og blær leikur andardráttur minn um gras þitt eins og fiskur syndi ég í vatni þínu eins og fugl syng ég í skógi þínum eins og lamb sef ég í þínum mó. Að þér mun ég verða undursamlega jörð: eins og sveipur mun ég hverfast í stormi þínum eins og dropi mun ég falla í regni þínu eins og næfur mun ég loga í eldi þínum eins og duft mun ég sáldrast í þína mold. Og við munum upp rísa undursamlega jörð. Jóhannes úr Kötlum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=