Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

82 og Bjarna Pálssonar. Trúarofstæki sem hafði einkennt lærdómsöldina vék fyrir umburðarlyndi í trúmálum og leitað var náttúrulegra skýringa á fyrirbærum sem áður höfðu verið talin reiði Guðs, s.s. ýmsar náttúruhamfarir og sjúkdómar. Úrdráttur Í skáldskap er stílbrögðum gjarnan beitt markvisst til þess að hafa áhrif á upplifun lesandans. Úrdráttur er eitt þessara stílbragða. Hann felst í því að gera minna úr lýsingum en efni standa til eða tala undir rós og vekja þannig athygli lesandans eða forvitni. Úrdráttur er algengur í íslenskum fornbókmenntum og kemur þá gjarnan fram í tilsvörum hetjunnar sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Tvöföld neitun er algengt einkenni úrdráttar. Nokkur höfuðskáld tímabilsins og helstu boðberar Björn Halldórsson í Sauðlauksdal (1724–1794) Eggert Ólafsson (1726–1768) Jón Þorláksson, skáld á Bægisá (1744–1819) Magnús Stephensen (1762–1833) Úr Búnaðarbálki Látum oss ei sem gyltur grúfa, gæta þær aldrei neitt á svig, akarn við rætur eikar stúfa, umhyggjulausar fylla sig. En upp á tréð þær ekki sjá, akarnið hvaðan kemur frá. akarn: ávöxtur eikar, ávöl hneta . Steinselja leysir þvagsins þunga, Þá miltisteppu og kviðarstein, Spínakkan mýkir líf og lunga, laukurinn kveisu og ormamein. Eins og hvert meðal það eykur kraft áborið, sem til matar haft. Eggert Ólafsson Boðskapur textans er að við eigum ekki að vera eins og svínin sem líta ekki upp fyrir sig heldur raða í sig matnum sem liggur fyrir framan þau. Við eigum að horfa í kringum okkur og fræðast. Úrdráttur • Þú ert ekki svo vitlaus. • Þetta er ekki svo vonlaust. • Ekki voru þeir miklir mátar. • Þú ert nú ekki ólaglegur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=