Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

81 Umhverfi Umhverfi er einn af mikilvægum þáttum í skáldsagnagerð. Með því er átt við það sögusvið sem höfundur dregur upp og staðsetur sögupersónur í. Í sumum skáldsögum eru upp- lýsingar af skornum skammti og lesandinn þarf að tína til brot úr frásögninni til að átta sig á umhverfinu. Í öðrum er dregin upp skýr og greinargóð mynd af umhverfi. Stundum getur lýsing á umhverfi verið notuð eins og tákn. Þröngur dalur, myrkur og drungi eða sól og blíða getur allt samsvarað andlegri líðan sögupersóna. Umhverfi getur verið: • Veraldlegt umhverfi: Landslag, nánasta umhverfi, híbýli, klæðnaður, lifnaðarhættir, störf, veðurfar og aðrar ytri aðstæður. Sagan getur átt sér sér stað í umhverfi sem á sér stoð í raunveruleikanum, t.d. í miðbæ Reykjavíkur eða á Egilsstöðum. Það getur einnig verið tilbúið umhverfi sem höfundur skapar, t.d. kauptún sem ekki er til nema sem lýsing í sögubók. • Félagslegt umhverfi: Pólitískt, fjárhagslegt, trúarlegt eða siðferðilegt. Staða persóna í samfélaginu. Upplýsingarstefna Bókmenntasögu er skipt í nokkur tímabil. Eitt þeirra kallast upplýsingarstefnan, stundum nefnt fræðslustefnan. Það nær yfir tæpa öld, frá u.þ.b. 1770 til 1830, en þá tók við stefna sem kallast rómantík. Fylgismenn upplýsingar lögðu aðaláherslu á að veita almenningi hagnýta fræðslu og upplýsingar sem nýtast áttu í daglegu amstri, s.s. að rækta kartöflur og annað grænmeti. Útgefið efni bar þessa merki. Gefin voru út rit um landbúnað og aðra atvinnuvegi og stofnuð voru félög eins og Hið íslenska lærdómslistafélag og Hið íslenska landsupp- fræðingarfélag. Ráðist var í miklar þýðingar á heimsbókmenntum og rannsóknir fóru fram á náttúru landsins og landsháttum. Meðal merkari rita tímabilsins er Ferðabók Eggerts Ólafssonar Einkenni • fræðsla • framfarir • skynsemi • upplýsa • útgáfa veraldlegs efnis

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=