Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

80 Tækifærisvísur Tækifærisvísur er kveðskapur sem höfundar kasta fram þegar tilefni gefst til. Oft eru þetta vísur í gamansömum tón sem fjalla um atburði líðandi stundar. Töfraraunsæi Töfraraunsæi er stefna í skáldsagnagerð sem einkennist af blöndu af raunsæi og dulúð, fjar- stæðukenndri atburðarás, tímaflakki og ævintýrum. Persónur í slíkum sögum hafa fulla trú á hinu fjarstæðukennda og gefur það frásögninni trúverðugan blæ. Töfraraunsæi hefur ein- kennt verk ýmissa höfunda. Má sem dæmi nefna Gabríel Garcia Márquez í bókinni Hundrað ára einsemd og Kaldaljós Vigdísar Grímsdóttur. Fyrst sér hann enda á priki og þegar hann pírir augun sér hann að prikið snertir ekki jörðina heldur marar í loftinu næstum sýnilegt og næstum ekki. Og hann sér kjóllufsu. Það er tittlingsvindur úti og kjóllufsan sem greinilega er köflótt flaksast til og frá í vindinum líktog þvottur á bak við hús, nýþveginn og hálfþurr. Og hann sér að í kjólnum er kona með úlfgrátt hár og hún situr klofvega á prikinu og hallar sér fram á það. Neglur hennar eru langar og gular. Oj. Nú hefur hann næstum því staðið augliti til auglitis við norn fjarðarins. Og hún flýgur með þyti fram hjá glugganum hans og hann sér að hún hlær og það glampar á hvítar tennurnar í tunglsljósinu. Grímur Hermundarson hefur horfst í augu við galdranorn. Ótrúlegt en satt! Vigdís Grímsdóttir: Kaldaljós Oft er lífið gramt mér gerði gladdi vonarröðull bjartur. Borin von að botninn verði betri en þessi fyrripartur. Ragnar Ingi Aðalsteinsson Í vandanum þjóðinni þor vex við þurfum að snúa við; halda svo heim til Noregs og hætta við landnámið. Ragnar Ingi Aðalsteinsson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=