Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
79 Túlkun Þegar lesandi túlkar texta mátar hann það sem segir í textanum við eigin reynslu og skoð- anir, hann fyllir upp í eyður í texta, bregst við, túlkar. Sem dæmi má nefna að lýsing á mikilli ástarsorg getur haft mismunandi áhrif á lesandann eftir því hvort lesandinn hefur upplifað svipaðar tilfinningar eða ekki. Lesandi þarf alltaf að gæta þess að rangtúlka ekki, sjá ekki eitt- hvað sem er í engu eða litlu samhengi við það sem virðist hafa vakað fyrir höfundi þegar hann skrifaði textann. Stundum er texti svo flókinn eða torræður að það þarf að túlka hann, umorða og útskýra hvað átt er við. Túlkun er einn þáttur í bókmenntagreiningu. Þá segir Bolli: „Skil ég þetta gerla hvað þú segir mér frá því hversu hverjum var farið bænda þinna en hitt verður enn ekki sagt hverjum þú unnir mest. Þarftu nú ekki að leyna því lengur.“ Guðrún svarar: „Fast skorar þú þetta sonur minn,“ segir Guðrún, „en ef ég skal það nokkrum segja þá mun ég þig helst velja til þess.“ Bolli bað hana svo gera. Þá mælti Guðrún: „Þeim var ég verst er ég unni mest.“ „Það hyggjum vér,“ svarar Bolli, „að nú sé sagt alleinarðlega“ og kvað hana vel hafa gert er hún sagði þetta er hann forvitnaði. Guðrún varð gömul kona og er það sögn manna að hún yrði sjónlaus. Guðrún andaðist að Helgafelli og þar hvílir hún. Úr Laxdælu Tvíræðni Eitt af mörgum stílbrögðum sem notað er í skáldskap er tvíræðni. Þá segir höfundur eitt en meinar annað. Til þess að stílbragðið heppnist þarf lesandinn að átta sig á tvíræðninni og skynja hæðnina sem felst í henni. Ef lesandinn gerir það ekki er hætt við því að hann misskilji eitthvað í textanum. Stundum felst ákveðin tvíræðni í sjálfum bókatitlunum. Orð Guðrúnar Ósvífursdóttur í lok Laxdælu hafa verið túlkuð á marga vegu. Enn er þó á huldu hvað hún átti við. Tvíræðir bókatitlar • Alltaf sama sagan • Engar smá sögur • Flýgur fiskisagan • Ofsögum sagt
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=