Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

78 að sjá hver innri tími sögu er. Stundum líður langur tími innan sögu, svokölluð tímaeyða. Ytri tími sögu getur t.d. verið árið 1702 þótt ritunartími hennar sé árið 2011. Það á ekki síst við um ævintýri og þjóðsögur. Ytri tími: Hvenær þeir atburðir gerast sem greint er frá samkvæmt almanakstíma. Það getur verið á tíma Íslendingasagna um 1000, tíma siðaskipta 1550, í nútíma eða framtíð. Það getur verið í upphafi 19. aldar eða við lok hennar. Það getur verið um sumar, vetur, vor eða haust. Stundum þarf lesandinn að leita að sönnunum fyrir því á hvaða tíma sagan gerist; skoða tíðarandann, hvaða tónlist er spiluð, á hvaða bíómyndir sögupersónurnar horfa, hvaða fréttir heyrast í útvarpi, hvernig málfarið er, hvernig slettur virðast vera algengar. Einnig hvaða bækur fólk les eða hvernig það klæðist. Innri tími (sögutími): Sá tími sem líður frá því að sagan hefst og þar til henni lýkur. Það getur verið einn dagur, ein vika eða ár. Sjaldan er sagt beinum orðum hvað sagan gerist á löngum tíma en lesandinn á yfirleitt ekki í vandræðum með að finna það út. Í sumum sögum er sögumaður sem rifjar upp löngu liðna atburði. Það geta verið atburðir sem hann upplifði sjálfur þegar hann var ungur eða jafnvel eitthvað enn eldra, kannski eitt- hvað sem hann heyrði en upplifði ekki sjálfur. Í slíkum tilfellum er talað um sögutíma, þ.e. þann tíma þegar atburðir sem sagt er frá gerðust, og frásagnartíma, þ.e. þann tíma sem sögumaður segir frá atburðunum. Þegar tími er skoðaður er gott að velta fyrir sér: • Er sagt frá atburðum í réttri tímaröð? • Er hægt að greina tímaeyðu? • Er skipt á milli tímasviða og stundum sagt frá liðnum atburðum ogstundum nútíð? • Er einhvern tímann sagt frá einhverju sem á eftir að gerast? • Er flakkað fram og til baka í tíma þannig að það gerir frásögnina ruglingslega? • Er sagt frá atburðum sem gerast á tveimur mismunandi tímasviðum – og hvernig tengjast þau þá? • Hvernig er hægt að sjá hvað sagan gerist á löngum tíma?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=