Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

77 Tákn Tákn er ein tegund myndmáls og má finna bæði í skáldskap og daglegu máli. Tákn er orð eða hlutur sem táknar annað en sjálft sig. Lesandinn skilur táknið vegna samhengis í textanum eða vegna almennrar þekkingar. Táknið hefur í raun tvöfalda merkingu, annars vegar sína sjálfstæðu merkingu óháð túlkun og hins vegar fyrirbærið sem það vísar til. 1. Hefðbundin tákn sem hafa ákveðna merkingu eru t.d. kross fyrir kristna trú, rauður litur fyrir ást, fjallkonan fyrir Ísland, lamb fyrir sakleysi. 2. Náttúruleg tákn þar sem ýmis fyrirbæri náttúrunnar eiga sér samsvörun í mannlífinu, t.d. haustið sem tákn fyrir seinni hluti æviskeiðsins, hjartað sem tákn fyrir ástina og tilfinningar, hafið tákn fyrir eilífðina, heilinn tákn fyrir skynsemina, lækurinn tákn fyrir tímann. 3. Tákn sem skáldið sjálft skapar í einu ljóði og er einstakt fyrir það. Það kemur aðeins fyrir í einu eða fáum verkum höfundarins. 4. Táknsaga (gr. allegoria) er frásögn þar sem táknmálinu er haldið frá upphafi til enda. Tími Einn af grundvallarþáttum í skáldskap er tími. Saga er látin gerast á tilteknum tíma og innan hennar líður ákveðinn tími. Í skáldsögum er algengast að tíminn líði samkvæmt klukku eða dagatali. Höfundur getur einnig kosið að hafa tímarásina óhefðbundna og flakka fram og til baka í tíma. Sumar sögur gerast í framtíðinni, aðrar eru tímalausar og stundum er ógjörningur Hér táknar steinninn konu sem ljóðmælandi hefur verið ástfanginn af. Til Baldurs Þú veizt ég átti gimstein, sem glóði‘ er sólin skein, hugðist ég að hafa hann sem hamingjustein, en reyndar var hann glerbrot, sem risti mig inn í bein. Jóhann Gunnar Sigurðsson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=