Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

76 Sögusvið Hugtakið sögusvið er náskylt umhverfi. Átt er við þann vettvang sem sagan gerist á og það umhverfi sem persónurnar hrærast í. Sögusvið er t.d. lýsingar á landslagi, híbýlum og öðrum ytri aðstæðum, tímabundnar aðstæður, s.s. sögulegur tími viðburða, árstíðir, veðurfar o.s.frv. Margir höfundar leggjast í rannsóknarvinnu til þess að afla sér nákvæmra upplýsinga um þann tíma sem saga þeirra gerist á. Það á t.d. við um Halldór Laxness og margar skáldsögur hans. Tanka um vorið á öðrum sumardegi Helvítis fuglar! hættið strax að trufla mig ég er að reyna að yrkja ljóð um vorið snautið ykkur skammirnar! 1. lína – 5 atkvæði 2. lína – 7 atkvæði 3. lína – 5 atkvæði 4. lína – 7 atkvæði 5. lína – 7 atkvæði Andri Snær Magnason Söguþráður Þegar söguþráður skáldsögu er rakinn er farið yfir helstu atburði sögunnar í tímaröð. Söguþráður skáldsögu skiptist í kynningu, flækju, lausn. Þetta er oft kallað flétta sögunnar. Ormur er í 9. bekk grunnskóla. Hann er rekinn þegar hann er staðinn að því að stela prófgögnum. Hann ákveður hins vegar að halda sínu striki og ræður sig á skip meðan hann hugsar sinn gang og lífið tekur nýja stefnu. Hann þarf ekki að bíða lengi, rithæfileikar hans koma í ljós og skólinn tekur á móti honum opnum örmum. Framundan er spennandi tími fyrir unga og hæfileikaríka ofursnillinginn. Um Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson Tanka Tanka er meira en 700 ára gamall bragarháttur ættaður frá Japan. Hann varð vinsæll á Íslandi með tilkomu atómskáldanna á 20. öld. Tanka hefur fimm ljóðlínur og 31 atkvæði, fimm í fyrstu og þriðju ljóðlínu en sjö í annarri, fjórðu og fimmtu línu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=