Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

75 Söguleg skáldsaga Í sögulegum skáldsögum er sagt frá liðnum atburðum eða raunverulegum persónum sem oft er lítið vitað um. Höfundur skáldsögunnar leggst gjarnan í rannsóknarvinnu og aflar sér heimilda um persónurnar, tíma og umhverfi þeirra atburða sem hann segir frá. Hann reynir þannig að endurskapa stemningu og gera frásögnina trúverðuga. Lítil takmörk eru fyrir því hvað hægt er að segja frá fjarlægum atburðum svo lengi sem til eru einhverjar lágmarks­ heimildir um þá. Einnig er hægt að segja frá atburðum sem gerðust fyrir ekki svo ýkja löngu. Sögumaður Í skáldverkum er alltaf einhver sögumaður. Þegar öll sagan er lögð í munn einum sögumanni er einhver „ég“ sem talar. Stundum er erfitt að greina sögumann því hann felur sig ef til vill á bak við einhverja persónu í bókinni. Sögumaður getur þannig verið nálægur eða fjarlægur, hann getur verið sýnilegur og ósýnilegur. Sögumaður og söguhöfundur er ekki það sama. Sögumaður getur t.d. verið unglingur þótt söguhöfundur, þ.e. skáldið sem skrifar söguna, sé fullorðinn maður. Haldiði að það yrði taugaáfall? Því einsog þú veist lesandi góður það er ekki bara glugga- skreytingunum og vopnaburði sem hefur hnignað frá dögum Ívars hlújárns á miðöldum. Hetjudáðirnar hafa líka fengið annað inntak. Einar Már Guðmundsson: Riddarar hringstigans Hér er sögumaður ungur drengur sem ekki er byrjaður í skóla. Hann er þátttakandi í atburða- rásinni og svo nálægur lesandanum að hann ávarpar hann beint. Söguhöfundurinn er hins vegar fæddur árið 1954.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=