Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
74 Súrrealismi Súrrealismi sem bókmenntastefna kom fram í Evrópu í lok 19. aldar. Orðið sjálft, súrrealismi, þýðir yfirraunsæi, þ.e. eitthvað sem ekki er raunsætt, á sér ekki stað í raunveruleikanum. Mörkin milli veruleika og ímyndunar verða þannig óljós og tilgangurinn sá að losa fólk úr viðjum vanabundins hugsunarháttar. Mörg súrrealísk skáld höfðu sterkar pólitískar skoðanir og vildu hafa áhrif á viðhorf lesandans. Sjón er eitt af okkar þekktari súrrealísku skáldum. Söguleg nútíð Söguleg nútíð er stílbragð sem felst í því að sagt er frá löngu liðnum atburðum og látið eins og þeir gerist á þeim tíma sem sagt er frá þeim. Þannig eru lesendur færðir nær atburðunum. Snorri rís seinlega á fætur og leggur frá sér fjöðurstafinn. Hann verkjar í bakið. Ég verð að reyna að hreyfa mig meira, hugsar hann. Gera nokkrar léttar æfingar og skreppa svo í laugina á eftir og láta líða úr mér. Þessi þaulseta yfir kálfskinnum er alveg að drepa mig. Ég er nú heldur ekkert unglamb lengur. Hann yppir öxlum nokkrum sinnum og sveigir sig fram, aftur og til hliðar. Það brakar í hryggjarliðum. Hann dæsir hátt og bölvar svo í hljóði. Ég hefði átt að fara betur með mig, segir hann við sjálfan sig í hálfum hljóðum. Svo leggur hann af stað í átt til dyra. Það er farið að rökkva en þó ekki kominn tími til að kveikja. Snorri grípur þó með sér kerti á stjaka og tendrar það áður en hann stingur sér inn í dimm göngin sem liggja niður að lauginni. SKS Draumráðningar (brot) Ef þig dreymir að maríubjalla skríði út úr ermi hægri handar þá muntu hitta mann með höfuð úr grænmeti og þrjá teninga í maganum. Sjón
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=