Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

73 Stílbrögð Til þess að glæða texta lífi, auka áhrifamátt hans eða gera hann sérstakan notar höfundur mismunandi stílbrögð. Algeng stílbrögð eru andstæður, endurtekningar, þversagnir og háð. Stíll Þegar talað er um stíl texta er einkum átt við yfirbragð hans, þ.e. málnotkun, orðalag, orðaval, setningagerð og jafnvel uppsetningu. Stíll mótast meðal annars af því hvaða orð höfundur velur og hvaða tilfinningar hann leggur í textann en einnig af efninu. Texti í spennusögu hefur annan stíl en texti í ævisögu og texti í örsögu hefur annan stíl en texti í erfiljóði. Margir höfundar þekkjast af stíl sínum, t.d. Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson. Ýmiss konar hugtök eru notuð til að lýsa stíl texta, nefna má sem dæmi orðin barnalegur, ein- faldur, flókinn, formlegur, háðslegur, hátíðlegur, hlutlægur, huglægur, hversdagslegur, litríkur, lipur, margræður, persónulegur, ópersónulegur, skáldlegur, talmálslegur, tilfinningaþrunginn, tvíræður og þjóðlegur. Einnig er talað um símskeytastíl, alþýðustíl, kansellístíl, skrúðstíl og lærðan stíl – og jafnvel stílleysu. símskeytastíll Kem snemma, vertu tilbúinn, er á hraðferð. hversdagslegur stíll Ég ákvað að senda ykkur nokkrar línur til að skýra út hvernig ferðaáætlunin verður. Við komum frekar snemma svo það er betra að þið verðið tilbúin enda verðum við sjálfsagt á hraðferð. lærður stíll Þessi orð eru ykkur frómum, vellærðum, frægættuðum og vísum tilskrifuð að þau megi uppvísa um ætlan mína og míns fróma vinar sem í öllu mun hafa sýnt æru og góðvild og vináttu og kærleik með orðum og gjörðum og bið ég almáttugan eilífan guð að sýna honum ávallt náð og blessan. barnalegur stíll Pössum okkur núna, það gæti einhver fattað hvað við erum að gera. Þessi ólétta kelling er alltaf svo forvitin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=