Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

72 Sonnetta Sonnetta er bragarháttur sem kom fyrst fram á 13. öld. Til eru fleiri en eitt afbrigði en ræturnar eru ítalskar. Ítalska sonnettan er fjórtán ljóðlínur með ellefu atkvæðum í hverri línu og fimm bragliðum. Ljóðlínurnar fjórtán skiptast í fjögur erindi; tvö með fjórum ljóðlínum og tvö með þremur ljóðlínum. Rímið er mismunandi en algengt er að það sé abba í fyrri tveimur erind- unum og cdc í tveimur síðari. Í ensku gerðinni eru jafn mörg erindi en þrjú fyrstu hafa fjórar ljóðlínur og það fjórða og síðasta tvær. Jónas Hallgrímsson er talinn hafa ort fyrstu og jafnframt þekktustu íslensku sonnettuna, Ég bið að heilsa. Staka Staka er sjálfstæð vísa sem oft er ort undir ferkvæðum hætti. Hún er einnig kölluð ferskeytla, lausavísa eða bara vísa. Orðið húsgangar er stundum notað og vísar til þess að stökurnar hafi gengið frá manni til manns, hús úr húsi. Vísur eða stökur hafa oft lifað á vörum fólks án þess að höfundar þeirra séu þekktir. Hins vegar er til fjöldinn allur af stökum eftir þekkt skáld. Helstu einkenni sonnettu 14 línur 11 atkvæði og 5 bragliðir í ljóðlínu ítalska gerðin: 4 + 4 + 3 + 3 enska gerðin: 4 + 4 + 4 + 2 endarím Nú andar suðrið sæla vindum þýðum. Á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði. Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði. Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín! Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, í peysu. Þröstur minn góður, það er stúlkan mín. Jónas Hallgrímsson Mér er þetta mátulegt. Mátti vel til haga, Hefði eg betur hana þekkt, sem harma ég alla daga. Jónas Hallgrímsson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=