Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

71 Skrauthvörf Sum orð þykja óviðeigandi, gróf eða dónaleg og höfundar veigra sér við að nota þau í skrifum sínum. Í staðinn velja þeir orð sem hafa sömu eða svipaða merkingu en þykja kannski „fínni“ eða meira viðeigandi. Slík orð eru kölluð skrauthvörf. Orðin veigrunarorð eða fegrunarheiti eru einnig notuð. Þessi orð tengjast oft kynferðismálum, dauða, afbrotum eða blótsyrðum. Smásaga Smásaga er stutt skálduð frásögn, styttri en skáldsaga og lengri en örsaga. Persónur hennar eru yfirleitt fáar og persónulýsingar takmarkaðar. Innri tími sögunnar er yfirleitt stuttur, jafn- vel bara eins og ein svipmynd. Kjarni sögunnar er oft einn áhrifaríkur atburður, uppgötvun, afhjúpun sannleika eða leyndarmáls. List smásagnahöfundarins felst ekki síst í því að grípa athygli lesandans strax í fyrstu setningum sögunnar, snerta tilfinningar hans og vekja hann til umhugsunar, jafnvel koma honum á óvart. Bygging smásögu er ekki eins og hefðbundin bygging skáldsögu sem hefur kynningu, flækju og lausn. Í smásögu er oft engin kynning eða kynningin er ein málsgrein. Ris sögunnar er oft jafnframt lausn hennar. Vatnið er skringilega grænt, glærgrænt eins og slý. Kannski hefur krakki pissað í laugina. Oj, nei, rólegan, rólegan, það eru engir krakkar hérna núna. Engir skríkjandi pottormar að hoppa ofan á gamlar konur í baksundi. Engar æstar smástelpur í vatnsrennibrautinni. Bara mamma, þarna í móðunni. Veifandi í snjókófinu eins og það sé 30 stiga hiti og sól og sumar og allt barasta ókei eða þannig. Vá, hvað það er langt í burtu. Allt það góða, það sem var gott. Auður Jónsdóttir: Reiði Helstu einkenni smásögu • stutt frásögn • fáar persónur • afmarkað sögusvið • einn áhrifaríkur atburður • eitt þema bannorð rass deyja þjófóttur skrauthvörf bossi, botn kveðja, hrynja niður fingralangur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=