Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

70 Skáldaleyfi Stundum víkja höfundar frá viðteknum reglum um málfar, stafsetningu, form eða efni. Slíkt er kallað skáldaleyfi. Algengt er að reglur um eitt orð og tvö séu brotnar og einnig ng- og nk-reglur. Stundum hnika höfundar til rithætti til þess að rím gangi upp og stundum er sögu- legum staðreyndum breytt ef það þykir henta efninu betur. Skáldsaga Skáldsagan er ein umfangsmesta og fjölbreyttasta grein bókmennta. Hún hefur verið skil- greind á marga vegu en í mikilli einföldun má segja að hún sé löng skálduð frásögn í lausu máli. Í skáldsögu á sér stað einhver atburðarás, hún gerist á tilteknum tíma, umhverfislýsingar og persónusköpun skipa stóran sess. Skáldsögum má skipta í flokka eftir efni, s.s. ástarsögur, unglingasögur, hetjusögur, glæpasögur, spennusögur, hrollvekjur. Skáldsagan sem sjálfstætt bókmenntaform hlaut ekki viðurkenningu í Evrópu fyrr en á 18. öld og á Íslandi voru fyrstu skáldsögurnar ekki samdar fyrr en á 19. öld. Samfelld skáldsagnaritun á Íslandi hófst ekki fyrr en í upphafi 20. aldar. Nú er veður til að skapa (brot) Og hnetti man ég eftir ef hnött það skyldi kalla sem hlaðinn var af mannabeinum, púðri og vikursalla. Og alveg varð ég hissa er herrann lét sér detta í hug að nota þetta, handa foringjanum Hitler og föður Jósep Stalín. - Nú fá þeir að vera saman og rímsins vegna í peysum, frá prjónastofunni Malín. • ástarsaga • barnasaga • glæpasaga • hetjusaga • hrollvekja • morðsaga • spennusaga • unglingasaga • þroskasaga Prjónastofan Malín hefur aldrei verið til nema hér, rímsins vegna. Slíkt er kallað skáldaleyfi. Tómas Guðmundsson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=