Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

68 Sálmar Sálmar eru tegund af ljóðum og eru ætlaðir til söngs. Þeir skiptast í erindi sem undantekn- ingarlaust hafa ljóðstafi og langoftast endarím. Þeir eru alltaf af trúarlegum toga og innihalda lofgjörð eða bæn ásamt siðgæðisboðskap af einhverju tagi. Til eru margir flokkar sálma og má til dæmis nefna jólasálma, barnasálma, skírnarsálma, brúðkaupssálma, aðventusálma, ára- mótasálma og jarðarfararsálma. Íslenskur sálmakveðskapur hófst með siðaskiptunum 1550. Frumkvöðlar kristinnar trúar vildu að söfnuðurinn tæki þátt í helgihaldi guðsþjónustunnar og lögðu mikla áherslu á að þýða sálma eða semja. Úr Tristramskvæði Svo er hún fögur sem sól í heiði renni, augun voru sem baldinbrá, ber þar ekki skuggann á, og er sá sæll, sem sofna náir hjá henni – Þeim var ekki skapað nema að skilja - - - Ausin voru þau moldinni fljótt og ótt, sínu megin kirkjunnar lá þá hvort. Runnu upp af leiðum þeirra lundar tveir, upp af miðri kirkjunni mættust þeir. – Þeim var ekki skapað nema skilja Nokkur þekkt sálmaskáld Björn Halldórsson í Laufási (1823–1882) Sjá himins opnast hlið. Einar Sigurðsson í Eydölum (1538–1626) Kvæðið af stallinum Kristí (Nóttin var sú ágæt ein). Helgi Hálfdanarson (1826–1894) Hin fegusta rósin er fundin. Matthías Jochumsson (1835–1920) Lofsöngur, Ó, faðir, gjör mig lítið ljós, Ó, þá náð að eiga Jesú, Hvað boðar nýárs blessuð sól?, Það aldin út er sprungið. Páll Jónsson (1812–1889) Ó, Jesú, bróðir besti. Sigurbjörn Einarson (1911–2008) Þú Drottinn átt það allt. Fyrir þá alla er fá nú hvíld hjá þér. Valdemar Briem (1848–1930) Í dag er glatt í döprum hjörtum, Nú árið er liðið. Slá þú hjartans hjörpu- strengi. Í Betlehem er barn oss fætt. Úr Passíusálmum Upp, upp mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með, hugur og tunga hjálpi til, herrans pínu ég minnast vil. Hallgrímur Pétursson Frægasta sálmaskáld okkar Íslendinga er Hallgrímur Pétursson (1614–1674) sem orti Passíusálmana fimmtíu og sálminn Um dauðans óvissan tíma (Allt eins og blómstrið eina) sem sunginn er við margar jarðarfarir á Íslandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=