Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

67 Rómantíska stefnan var ríkjandi hér fram undir lok 19. aldar. Síðustu áratugina bar hún keim af baráttu gegn raunsæisstefnu og vaxandi efnishyggju. Úr Pilti og stúlku Nú bar svo einu sinni við, að þau Indriði urðu tvö saman eftir í stofunni. Sigríður hafði alltaf haldið uppi tali við þá gestina, en er þeir voru út gengnir, þagnaði hún og leit í gaupnir sér; Indriða varð og orðfall um hríð, en bæði sátu þau sitt hvorum megin við dálítið borð, er þar var í stofunni. Svona leið dálítil stund, að þau yrtu hvorugt á annað, þangað til Sigríður allt í einu lítur upp og framan í Indriða og varð í sama bili rjóð út undir eyru. Þess háttar augnaráð og tillit stúlkna eru yngismenn vanir að skilja, og Indriði hefði orðið að vera skyn- skiptingur, ef hann hefði ekki ráðið í, hvað Sigríði þá flaug í huga. Jón Thoroddsen Sagnadans Fyrr á öldum skemmti fólk sér við söng og dans rétt eins og í dag. Ekki höfðu menn hljóð- færi heldur sáu kvæðamenn um tónlistarflutninginn en aðrir röðuðu sér í hring á gólfinu og dönsuðu eftir hljómfallinu með tilheyrandi fjöri og kátínu. Kvæðin sem kveðin voru kallast sagnadansar. Þeir eru erlendir að uppruna en voru þýddir á íslensku eða frumsamdir að erlendri fyrirmynd. Aldur þessara kvæða er nokkuð óljós en þau elstu eru líklega frá því um 1400. Kvæðin varðveittust lengi í munnlegri geymd og voru ekki skrifuð niður fyrr en á 17. öld. Höfundar þeirra eru óþekktir. Hver vísa inniheldur tvær eða fjórar ljóðlínur og henni fylgir viðlag. Ljóðstafir voru óreglulegir og rímið oft fábrotið eða óvandað. Málfarið var oft heldur lélegt og erlendar slettur áberandi. Í kvæðunum var sögð stutt saga í bundnu máli. Söguhetjur voru oft heldra fólk og fjallað um sárar og ljúfar sorgir eða hetjuskap af einhverju tagi. Umfjöllunarefnið gat verið ást í meinum, óskilgetin börn, nauðgun og dauði – enda hefndu menn harma sinna á þessum tíma líkt og þeir hafa tilhneigingu til að gera enn í dag.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=