Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

Rím Þegar tvö eða fleiri atkvæði orða hljóma saman er sagt að orðin rími, t.d. diskur og fiskur . Rímorð getur verið eitt atkvæði eða fleiri, endingarlaust eða með endingu. Það getur verið í enda ljóðlínu, í byrjun hennar eða í henni miðri. Rím gefur orðum aukaáherslu, hrynjandi verður skýrari, ljóðlínur fá skýran endi, það vekur eftirvæntingu og tengir texta saman. Til eru margar gerðir af rími: Alrím: Þegar rímorðin hafa eins sérhljóð og samhljóð kallast það alrím, stundum kallað aðal- hending: s ápa – gl ápa. Hálfrím: Ef rímorðin hafa aðeins sama eða sömu samhljóð en ólíkt sérhljóð kallast það hálf- rím, stundum kallað skothending: ra ngur – þu ngur. Það er einnig kallað hálfrím þegar ein- ungis sérhljóðarnir í orðunum ríma: f u gl – g u ll. Karlrím: Ef rímorðin hafa eitt akvæði er það kallað karlrím: m ig – þ ig. Kvenrím: Ef rímorðin hafa tvö atkvæði er það kallað kvenrím: þ ekki – ekki. Veggjað rím: Ef rímorðin hafa þrjú atkvæði er það kallað veggjað rím: g angandi – h angandi. Innrím : Ef rímorðin eru innan sömu ljóðlínu kallast rímið innrím: „s öng í hverri jakasp öng. “ Endarím : Þegar rímorðin eru í enda ljóðlínu kallast það endarím. Það er algengast í kveðskap. Víxlrím : Endarím getur verið svokallað víxlrím, þá ríma orð í enda 1. og 3. og svo 2. og 4. ljóðlínu. Runurím : Endarím getur verið svokallað runurím, þá ríma orð í enda 1. og 2. ljóðlínu saman og svo 3. og 4. ljóðlínu. Stundum ríma orð í enda allra ljóðlína, hvert á eftir öðru, þ.e. 1., 2., 3. og 4. Miðrím : Þegar rímorðin eru inni í ljóðlínu er það kallað miðrím. Framrím : Þegar orð fremst í ljóðlínu ríma saman er það kallað framrím. Það er ekki algengt. 65 Margar gerðir ríms • alrím • endarím • framrím • hálfrím • innrím • karlrím • kvenrím • miðrím • runurím • veggjað rím • víxlrím Hér má sjá dæmi um fjölbreytt rím: innrím og endarím; víxlrím og miðrím. Brautar gengi brestur mig , bót ég enga þekki , ó hve lengi þreyði ég þig , þó ég fengi ekki . Steinn Steinarr

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=