Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
64 Ritdómur Þegar nýjar bækur koma út birtist jafnan ritdómur í blöðum eða tímaritum. Ritdómur er nokkurs konar umsögn um bókina. Í honum er nýja bókin kynnt, efni hennar rakið og fjallað um kosti og galla. Ritdómar eru misjafnir að lengd, sumir eru stuttir og innihaldslitlir meðan aðrir eru langir og ítarlegir. Ritdómum er jafnan skipt í tvennt; blaðadóma og tímaritsdóma. Blaðadómar eru styttri og eru skrifaðir í beinu framhaldi af útgáfu verks en tímaritsdómar eru lengri, ítarlegri og fræðilegri og birtast síðar. Meðal þess sem fjallað er um í ritdómi eru atriði eins og útlit, umbrot, leturstærð, málfar og stafsetning. Ekki síst er þó fjallað um stíl og efnistök höfundar og skoðun þess sem skrifar á bókmenntaverkinu. Hún er stundum umdeild en þarf að vera rökstudd og getur skapað lífleg skoðanaskipti. Rithöfundur Rithöfundur er sá kallaður sem skrifar bækur. Það geta verið skáldsögur, ljóðabækur, smá-- sögur, leikrit og ýmsar aðrar gerðir bóka. Orðið er frekar víðtækt og oft eru notuð önnur sem eru sértækari, t.d. barnabókahöfundur, unglingabókahöfundur, ljóðskáld, leikskáld, fræði- bókahöfundur, ævisagnahöfundur, smásagnahöfundur eða skáldsagnahöfundur. Rithöfundar Rithöfundar eru aðdáunarverðir en njóta oft ekki nægrar virðingar. Þeir skrifa bækur sem fólk vill kaupa og lesa. Þeir vinna hægt og yfirvegað og margir þeirra kunna að tala um sjálfa sig og ljúga því eins og leikarar að þeir séu feimnir, auðmjúkir og hvorki sjálfhverfir né fáfengilegir. Þórdís Gísladóttir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=