Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
63 Riddarasögur Riddarasögur eru ævintýrasögur sem rekja má allt til 12. aldar. Þær eru franskar að uppruna. Sögusviðið er fjarlæg lönd utan Evrópu. Í sögunum segir af ástum og hirðlífi, glæsilegum konum og körlum, bardögum og hetjudáðum. Sögurnar eru fjarstæðukenndar og einkennast af óraunsæi og ævintýrablæ. Stíll sagnanna er ýktur og orðmargur og oft eru notaðir ljóð- stafir og rím. Þær hafa lítið sem ekkert sagnfræðilegt gildi en efni þeirra þótti mörgum svo skemmtilegt að þeir sáu ástæðu til að nota það sem söguþráð í rímum. Sumar riddarasögur voru þýddar úr erlendum málum en aðrar frumsamdar að erlendri fyrir- mynd. Höfundarnir eða þýðendur eru yfirleitt óþekktir. Meðal vinsælustu sagnanna voru líklega Tristrams saga og Ísöndar og Möttuls saga. Riddarasögur voru lengi vinsælar á Íslandi og haldið var áfram að semja þær öldum saman. Köder talaði þá: „Eg veit eina jungfrú að svo ber af öllum kóngadætrum og öllum öðrum meyjum sem gull af blýi, eður það gras er lilja heitir ber birti af þeim eldibrandi er steinkol heita. Þó hefir hún meiri fordeild um visku og velkunnindi, með heiður og hverskyns hann- yrðir. Og er það skjótast af að segja að hennar líki hefir eigi fæðst í allri heimskringlunni að vænleik og öllum kvenlegum listum.“ Blávus mælti þá: „Auðséð er það hvert líkamslýti þú hefir mest, en það er að tungan er mik- ilsti löng í þér, og skaltu nú gjöra annaðhvort að ljúga ekki hér af meira, ella skaltu hanga við hinn hæsta gálga.“ Brot úr Viktors sögu og Blávus Ris Hefðbundin bygging sögu er: kynning – flækja – lausn. Risið er hluti af flækju sögunnar, eigin- lega hápunktur hennar. Áður en kemur að risinu er sagt frá ýmsum atburðum eða atriðum sem leiða smám saman að ákveðnum hápunkti í atburðarásinni, sem kallað er ris. Þar verða síðan skil í atburðarásinni og við tekur lausn sögunnar eða niðurlag. Í sumum sögum getur verið fleiri en eitt ris og í öðrum er ekki mjög augljóst hvar það er. • ást í meinum • gull • hirðlíf • kappar • kastalar • kurteisi • lauslæti • ótryggð • töfragripir Nöfn nokkurra riddarasagna Blómsturvallasaga Drauma-Jóns saga Flóres saga konungs og sona hans Flóres saga og Blankiflúr Jarlmanns saga og Hermanns Kirjalax saga Konráðs saga keisarasonar Mírmans saga Möttuls saga Rémundar saga keisarasonar Samsons saga fagra Sigurgarðs saga frækna Sigurðar saga fóts Sigurðar saga þögla Tristrams saga og Ísöndar Viktors saga og Blávus Vilhjálms saga sjóðs Vilmundar saga viðutan
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=