Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

62 Raunsæi Þegar höfundur vill gefa efni sínu raunsætt yfirbragð gætir hann þess að lýsa umhverfi og persónum þannig að lesandinn fái á tilfinninguna að verið sé að lýsa raunverulegu fólki og umhverfi. Að það sem sagt er frá hafi í raun og veru gerst. En það er einn galli á gjöf Njarðar: Bergsteinn er slíkur raunsæismaður að sagt er að ef lítil fluga sé á sveimi þegar hann málar megi finna hana í verkinu. Raunsæið sjálft er þó ekki gallinn – fólk hefur ekkert á móti raunveruleikanum – en raunsæi Bergsteins hefur það í för með sér að Kleppsspítali er nánast inni á öllum myndunum sem hann málar. Einar Már Guðmundsson: Englar alheimsins Raunsæisstefna Bókmenntasögu er skipt í nokkur tímabil, eitt þeirra er kennt við raunsæi. Það kom fyrst fram hér á landi á fyrri helmingi 19. aldar og reis gegn inntaki rómantísku stefnunnar. Hlutverk skálda var að fjalla um samtíð sína og lýsa raunveruleikanum sem blasti við allt í kring; fátækt, mismunun og réttleysi. Skáldin áttu í skrifum sínum að benda á hvað betur mætti fara, hafa áhrif á umhverfi sitt og berjast fyrir betra lífi almennings, ekki síst undirmálsfólks. Þannig fengu bókmenntir oft á sig ádeilublæ. Áhersla var lögð á smásögur og skáldsögur en einnig voru ort kraftmikil baráttu- og brýningarljóð og ritaðar barna- og unglingabækur í anda raunsæis. Reyfari Reyfari er skáldsaga sem ekki þykir hafa mikið bókmenntalegt gildi. Söguþráður er einfaldur, ákveðið vandamál er tekið til umfjöllunar og það leyst. Stundum er talað um að reyfarar séu verksmiðjuframleiddar bókmenntir. Með því er átt við að bækurnar séu frekar hugsaðar sem söluvara en fagurbókmenntir, að atburðarás sé einföld og lúti lögmálum fyrirframgefinnar formúlu. Nokkur höfuðskáld tímabilsins Einar Benediktsson (1864–1940) Einar H. Kvaran (1859–1938) Gestur Pálsson (1852–1891) Guðmundur Friðjónsson (1869–1944) Hannes Hafstein (1861–1922) Jón Trausti (1873–1918) Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum (1857–1933) Ragnheiður Jónsdóttir (1895–1967) Stefán Jónsson (1905–1966) Stephan G. Stephansson (1853–1927) Þorgils gjallandi (Jón Stefánsson) (1851–1915) Þorsteinn Erlingsson (1858–1914) Einkenni • athygli vakin á misrétti, fátækt og réttleysi • höfundar vilja hafa áhrif á umhverfi sitt • samúð með undirmálsfólki • bókmenntir með ádeilublæ • kvennabarátta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=