Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
60 Póstmódernismi Póstmódernismi hefur ólíka merkingu í huga fólks og hefur hann verið skilgreindur á marga vegu. Einhverjir kynnu að lýsa honum á þá leið að hann sé hugmyndafræði þar sem allt er leyfilegt, aðrir að hann sé sveigjanlegur eða jafnvel stefnulaus. Í víðum skilningi má segja að póstmódernismi sé nútíminn og erfitt getur verið að lýsa því sem er nálægt okkur í tíma, ekki síst vegna óstöðugleika og hraða en einnig vegna nálægðarinnar við það sem er – og þar með skorti á yfirsýn. En ef póstmódernisminn er nútíminn rúmast þá önnur hugmynda- fræði í nútímanum? Já, vissulega. Hugtök eins og raunhyggja, póstraunhyggja, pragmatismi, þráttarhyggja, eðlishyggja, fyrirbærafræði og táknhyggja, túlkunarhyggja, gagnrýnin vísindi og femínismi eru líka notuð til að lýsa nútímanum. Póstmódernismi felur í sér róttækt andóf gegn hefðum og venjum. Skýr birtingarmynd þess í íslenskum bókmenntum eru dægurlagatextar Megasar um Ingólf Arnarson, Snorra Sturluson og Jónas Hallgrímsson. Í póstmódernisma mást út skil hámenningar og lágmenningar og jafnvel líka skáldskapar og fræða. Hugtakinu er ætlað að ná yfir marga og ólíka meginstrauma samtíðar okkar og felur í sér nokkurs konar upplausnarástand þar sem öllum stefnum og við- horfum er blandað saman með það að sjónarmiði að allt sé leyfilegt í menningu, listum, tísku og fræðum. dauði snorra sturlusonar þeir riðu átján eins og gengur eftir miðjum reykholtsdal með nýja hjálma nýja skildi nýja skó & troðinn mal þeir sungu frekt með fólskuhljóðum: færum snorra á heiljarslóð & vöktu alla uppá bænum engum þóttu ljóðin góð þeir fóru um allt & undir rúmin en engan snorra fundu þó hann bjó við fálkagötu & gerði grín að þessu og skellihló Megas
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=