Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
58 Persónusköpun Persónusköpun er einn af veigamestu þáttum í sagnagerð. Líkt og um lifandi fólk sé að ræða eru persónur gæddar ýmsum eiginleikum, hafa mismunandi útlit og skoðanir. List rithöf undarins felst ekki síst í því að skapa persónu sem lesandinn kynnist smám saman við lestur sögunnar. Persónu sem hann getur séð fyrir sér, fengið samúð með eða andúð á, líkað vel við eða illa. Stundum eru persónur í skáldsögum ekki mjög trúverðugar. Kannski er framkoma þeirra ekki í samræmi við lýsingu á þeim eða persónusköpunin einfaldlega misheppnuð. Það getur verið vegna þess að þær bregðast ekki við á sannfærandi hátt, skipta ekki skapi og eru einlitar. Stundum er talað um einhliða persónu, þ.e. þegar sögupersónan sýnir aðeins á sér eina hlið, er t.d. alltaf neikvæð eða alltaf jákvæð, alltaf glöð eða alltaf fúl. Aukapersónur fá stundum þetta hlutverk í skáldskap. Persónum í skáldskap er skipt í aðalpersónur og aukapersónur. Algengt er að ein aðalpersóna sé í skáldverkinu en stundum eru þær fleiri. Aukapersónur eru ómissandi í bókmenntum líkt og aukaleikarar í kvikmynd. Hlutverk þeirra er eðlilega misstórt en án þeirra yrði skáldverk harla litlaust. Mikilvægi þeirra felst ekki síst í því að varpa ljósi á aðalpersónu þannig að persónueinkenni hennar komi enn skýrar fram og lýsing á henni verði heildstæð. Höfundur þarf að gæta þess að aukapersónur skyggi ekki á aðalpersónu með því að gefa þeim of mikið rými. Sumar aukapersónur hafa það hlutverk fyrst og fremst að skapa heildarmynd, fylla upp í sögusviðið. Sem dæmi um þekktar aukapersónur má nefna Ingjaldsfíflið í Gísla sögu Súrssonar, Rögnvald í Englum alheimsins og Hermione Granger í Harry Potter . Margar persónur í skáldsögum hafa orðið ódauðlegar og talað er um þær eins og mann- eskjur af holdi og blóði. Það á t.d. við um nokkrar af persónum Halldórs Laxness, t.d. Bjart í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki , Sölku Völku í samnefndri sögu og Uglu í Atómstöðinni . Persóna • afbrýðisöm • barngóð • eigingjörn • einhliða • fábrotin • frek • glaðleg • grobbin • hjálpsöm • hæglát • lygin • jákvæð • margbrotin • neikvæð • skreytin • söngelsk • vinsæl • þjófótt • þvermóðskufull
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=