Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

57 Óbundið ljóð Óbundið ljóð hefur ekki reglubundna hrynjandi eða takt eins og bundin ljóð hafa. Lengd ljóðlína og fjöldi þeirra er óreglulegur, rím tilviljanakennt og ef ljóðið hefur ljóðstafi eru þeir oft ekki notaðir sam- kvæmt hefðbundnum reglum. Óbundið ljóð er stundum kallað nútímaljóð og jafn- vel atómljóð. Persónugerving Persónugerving er ein tegund myndmáls. Dauð fyrirbæri, dýr eða hugtök fá persónulega eiginleika eins og þau séu lifandi, þau eru persónugerð. Oft fá fyrirbæri náttúrunnar mann- lega eiginleika, t.d. roðna brekkurnar og vindurinn lætur sér fátt um finnast í kvæði Birgis Svan um haustið. Haust hann sýður litinn við hægan árstíðareld skorðar trönur brekkurnar roðna einsog feimnar heimasætur er hann mundar pensil íturvaxin björk heldur dauðahaldi í fátæklega laufkápu vindurinn slángrar um skuggsæla stíga lætur sér fátt um finnast Birgir Svan Símonarson Eilífðin Út við hálfhring eilífðarinnar stendur mælistika framtíðarinnar og telur endalaust Björn E. Hafberg

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=