Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

56 Ofstuðlun Ákveðnar reglur gilda um ljóðstafasetningu í kveð- skap. Fyrsta og þriðja lína í vísu hafa tvo ljóðstafi sem kallaðir eru stuðlar. Önnur og fjórða lína hafa einn ljóðstaf sem nefnist höfuðstafur. Ef vísa hefur fleiri ljóðstafi en hér er nefnt er það kallað ofstuðlun. Einkenni • ríkt myndmál • áhersla á formið • tilfinningar • tákn • dagdraumar • bölsýni • einstaklingsfrelsi Nokkur helstu skáld tímabilsins Davíð Stefánsson (1895–1964) Guðmundur Guðmundsson skólaskáld (1874–1919) Hulda – Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (1881–1946) Jakob Jóhannesson Smári (1889–1972) Jóhann Gunnar Sigurðsson (1882–1906) Jónas Guðlaugsson (1887–1916) Stefán frá Hvítadal (1887–1933) Óyndi Lifi ég ljóðvana lifi ég hugstola, hrærist varla hjartað. Ástlaus, vonlaus og óskalaus bíð ég svefns og bana. Lifi ég ljóðvana, lifi í kulda, horfi á horfna stund. Selt hef ég sumt, en sumt var tekið lífs míns yndi ljúft. Svo fer öllum þeim, sem of seint þekkja sjálfa sig og aðra. Svo fer þeim sem vaða fyrir vað neðan og stríða móti straumi. Jóhann Gunnar Sigurðsson Nýrómantík Undir lok 19. aldar tók við tímabil í íslenskri bókmenntasögu sem kallast nýrómantík. Hún reis gegn raunsæisstefnunni sem hafði einkennt bókmenntaskrif um nokkurt skeið með áherslu á lítilmagnann og þjóðfélagsleg vandamál samtíðarinnar. Nýrómantíkin var undir sterkum áhrifum rómantíkur eins og heitið gefur til kynna. Skáldin voru þó öllu djarfari, bölsýnni og verk þeirra torræðari en áður. Nú voguðu þau sér að fjalla um persónuleg málefni, ástríður og tilfinningar sem ekki höfðu verið orðuð áður í kveðskap. Þessi skáld notuðu gjarnan sín eigin tákn sem lesandinn varð að ráða í enda hefur stefnan stundum verið kölluð táknsæisstefna eða symbólismi. Nýrómantísk skáld sóttu yrkisefni í dagdrauma og dulhyggju. Þau líktust í mörgu gömlu rómantísku skáldunum en hrærð- ust meira í eigin tilfinningalífi. Nútíminn skipti þau mestu máli. Í nýrómantískum ljóðum er meira gefið í skyn en sagt beinum orðum og lesandanum látið eftir að túlka ýmiss konar þrár og langanir ljóðmælanda í eitthvert fjarlægt og oft á tíðum óhöndlanlegt markmið. Í h áfleygum h uganum H alla mín bíður h amingju umvafin bjarteygð og frjáls. Svo l jómandi falleg um l andið hún líður í l angermapeysu sem nær upp í háls SKS

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=