Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

54 Myndhverfing Myndhverfing er ein tegund myndmáls. Hún felst í samanburði tveggja ólíkra hluta án þess að nota hjálparorðin sem, eins og, líkt o.fl . Hún getur verið eitt orð: Fjallsöxl, borðfótur, katt- þrifinn, bragðarefur. Hún getur líka verið heil setning: Þú ert sólargeislinn minn. Augu þín eru stjörnur. Lífið er strá. Ásthildur hárið stormsveipur öræfanna augun stjörnuhrap vetrarins nefið fjall sjóndeildarhringsins varirnar mánasigð sólarlagsins brosið sólskin jökulheimsins hendurnar jafndægri haustins mjaðmirnar hvel heimskautsins fæturnir veðrátta árstíðanna Jónas E. Svafár Myndmál Myndmál er hluti af daglegu máli. Við notum það án umhugsunar, oft í föstum orðasam- böndum, t.d. það gefur augaleið, vera skuldum vafinn og vera nýr af nálinni. Í skáldskap er myndmál notað markvisst til að dýpka texta eða víkka hann út, til að auka áhrifamátt hans, gera hann ljóðrænni eða til samanburðar. Myndmál getur höfðað til margra skynsviða; til heyrnar, sjónar, snertingar, lyktar og bragðs. Til myndmáls teljast bein mynd, viðlíking, mynd- hverfing, hlutgerving, persónugerving og tákn. Og eitt sinn, eftir að við Dagný vorum hætt að vera saman; eftir að hún hafði tekið hjarta mitt og fleygt því út í umferðina þar sem bílarnir orga einsog ljónin í Róm og ég horfði á það sundurkramið einsog skáldin í ljóðunum og fann blóðið spýtast … Einar Már Guðmundsson: Englar alheimsins Helstu gerðir myndmáls • bein mynd • viðlíking • myndhverfing • persónugerving • tákn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=