Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

51 Mansöngur Mansöngur er tegund af fornum íslenskum kveðskap. Orðið man merkir kona og upphaflega merkti mansöngur því ástarsöngur til konu. Rímur eru langir ljóðabálkar og í þeim er sögð einhver saga. Fremst í rímum, áður en hin eiginlega frásögn hefst, er að finna nokkur erindi sem tengjast ekki efni sögunnar. Þau nefnast mansöngvar og líkjast almennu spjalli. Yrkisefnið er oftast konur og ástamál. Stundum er fjallað um þjóðfélagsmál eða tíðarandann. Margræðni Þegar túlka má orð á fleiri en einn veg er það kallað margræðni. Þótt oftast megi ráða merkingu af samhengi orða getur margræðni verið notuð sem stílbragð, m.a. til þess að dýpka merkingu textans, til þess að vekja athygli á einhverju sérstöku eða sem orðaleikur. Margræðni er algeng í skáldskap og víðar, m.a. í auglýsingatextum. Málfar Málfar er veigamikill þáttur í skáldskap. Auk þess sem málfar þarf að vera lýtalaust og án nokk- urra misfella þarf að huga að fleiri atriðum: Er það flókið eða einfalt, barnalegt, hversdagslegt, nútímalegt eða gamaldags, ritmáls- eða talmálslegt, kæruleysislegt, yfirvegað eða vandað? Er málfarið trúverðugt miðað við persónur sögunnar, aldur þeirra og bakgrunn? Hver eru tengsl málfars og umhverfis í sveit, þorpi eða borg? Hvað með myndmál? Eru notaðar viðlíkingar, myndhverfingar eða persónugervingar? Er stíllinn einfaldur, flókinn, knappur, orðmargur, áreynslulaus? Er að finna vísanir eða tákn í textanum? Hvernig er tónninn? Er hann einlægur, háfleygur, léttur, fyndinn, þungur, háðskur, sorglegur? Úr Skíðarímu Mér er ekki um mansöng greitt, minnstan tel eg það greiða, því mér þikkir öllum eitt af því gamni leiða. Yngismenn vilja ungar frúr í aldingarðinn tæla, feta þar ekki fljóðin úr flest er gört til væla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=