Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

49 Ljóðstafir Í hefðbundnum skáldskap er notuð bragfræðiregla sem felst í því að orð hefjast á sömu stöfum á ákveðnum stöðum í hverri ljóðlínu. Þessir stafir eru kallaðir ljóðstafir og skiptast í stuðla og höfuðstafi. Reglurnar um ljóðstafasetningu eru nokkrar, þær helstu felast í því að ljóðstafur er alltaf í áhersluatkvæði fremst í braglið og oftast eru tvær ljóðlínur tengdar með ljóðstöfum, í fyrri línunni eru tveir stuðlar og í seinni línunni einn höfuðstafur, á fyrsta áhersluatkvæði í ljóðlínunni. Ef samhljóð mynda ljóðstafi verður alls staðar að hafa sama hljóðið. Dæmi: F ljúga hvítu f iðrildin f yrir utan gluggann. Sérhljóð stuðla hvert við annað og tvíhljóðin ei, ey og au mynda einn ljóðstaf hvert. Dæmi: Þarna siglir ei nhver i nn, o furlítil dugga. Um s gilda sérstakar reglur. Ef næsti stafur á eftir s er k , l , m , n , p eða t , skal það líka eiga við um orðin sem stuðlað er við. Þetta eru kallaðir gnýstuðlar ( sk , sl , sm , sn , sp eða st ). Dæmi: sp enna – sp otti, st ökk – st anda Íslenska er sjaldgæft dæmi um tungumál þar sem hefð er fyrir því að nota ljóðstafi í kveð- skap. Þetta er meðal annars út af því að við leggjum þunga áherslu á fyrsta atkvæðið í hverju orði. Ljóðstafir eru oft notaðir í auglýsingum, slagorðum og bókatitlum. Þeir finnast einnig í málsháttum. Tækifærið g ríptu g reitt, g iftu mun það skapa, járnið skaltu h amra h eitt, að h ika er sama og tapa. Steingrímur Thorsteinsson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=