Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök
48 Ljóðmælandi Sá sem talar í ljóði er kallaður ljóðmælandi. Rödd hans getur verið nálæg eða fjarlæg, pers- ónuleg eða ópersónuleg, glöð, sorgmædd eða kát. Ljóðmælandi er ekki endilega höfundur- inn sjálfur því oft eru ljóð sögð í orðastað persóna sem eiga lítið skylt við skáldið sjálft. Þannig getur ljóðmælandi verið ung stúlka þótt höfundur ljóðsins sé aldraður maður. Auðveldast er að átta sig á ljóðmælanda þegar ljóðið er í 1. persónu. Saga Ég vil koma við sögu eins og fiskur sem brýtur spegil vatnsins eitt andartak og lítið barn segir þarna var fiskur þannig vil ég koma við sögu eitt andartak. Þórður Helgason Hér er ljóðmælandinn manneskja sem á sér þann draum að skipta máli, að vera einhverjum einhvers virði a.m.k. stutta stund. Þetta getur verið fullorðinn einstaklingur eða barn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=