Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

Til lesenda Þetta er handbókin Hugfinnur . Hún hefur að geyma skilgreiningar og dæmi um algeng bókmenntahugtök. Bókin er einkum ætluð nemendum sem áhuga hafa á bókmenntum og vilja öðlast meiri þekkingu og skilning á algengum hugtökum sem notuð eru í umfjöllun og skrifum um bókmenntir. Í henni er hugtökum raðað í stafrófsröð til að auðvelda lesendum að fletta þeim upp. Aftast í bókinni má finna nokkrar spurningar sem geta nýst til umræðu eða verkefnavinnu. Bókmenntalestur hefur löngum verið talinn hafa mikið og jákvætt gildi. Hann eykur almenna þekkingu lesenda, eflir orðaforða þeirra og máltilfinningu. Hann getur aukið skilning á aðstæðum fólks og dýpkað skynjun á mannlegu eðli og tilfinningum. Þá gefur bókmenntalestur og umræða um bókmenntir lesendum tækifæri til að móta skoðanir sínar og tjá þær í mæltu máli eða rituðu. Bókmenntahugtök geta ennfremur nýst eins og verkfæri til þess að komast að kjarna efnisins. Á síðari hluta 19. aldar flutti stór hópur Íslendinga til Kanada. Meðal þess fáa sem þeir höfðu með sér voru bækur. Þeir vissu að þannig gætu þeir viðhaldið þekkingu sinni og kunnáttu á íslenskri tungu. Þeir gerðu sér grein fyrir því að tungan var líflína til þeirrar fortíðar sem þeir höfðu sagt skilið við heima á Íslandi. Leið þeirra til að viðhalda íslenskri menningu var að varðveita tungumálið og það gerðu þeir með bóklestri og samræðum á íslensku. Efni þessarar bókar kemur úr ýmsum áttum. Hugtakalistinn er tekinn saman með hliðsjón af aðal- námskrá og kennsluefni í íslensku fyrir grunnskóla. Skilgreiningar eru unnar upp úr ýmsum verkum auk þeirra sem ég legg til sjálf. Ekki síst er stuðst við handbókina Hugtök og heiti í bókmenntafræði sem fyrst var gefin út árið 1983. Mörg dæmi eru sótt í skáldverk íslenskra rithöfunda, þjóðsögur og ævintýri en önnur hefur höfundur samið. Öllum þeim sem komu að þessu verki eru færðar bestu þakkir. Hafnarfirði á haustmánuði 2010 Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Innihald • hugtök • skilgreiningar • dæmi • verkefni Bókmenntalestur • eykur þekkingu • dýpkar skilning • veitir ánægju • bætir færni • þjálfar næmi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=