Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

47 Ljóð Skáldskapur í bundnu máli er oft kallaður ljóðlist enda er litið á ljóðlistina sem listgrein. Þó er ekki til orðið ljóðlistarmaður líkt og tón- listarmaður og myndlistarmaður, að minnsta kosti ekki í orðabókum. Ljóð er hnitmiðaður texti vegna þess að tjáningarformið er þröngt. Hvert orð skiptir máli. Ljóð er lesið með öðru hugarfari en óbundið mál. Lesandinn þarf að geta skynjað tilfinningar, lesið milli línanna, skilið myndmálið og hugblæinn. Ljóð geta verið í bundnu máli eða óbundnu. Rím og ljóðstafir gegna oft veigamiklu hlutverki en ljóðskáld beita einnig ýmsum stílbrögðum. Til þess að skilja um hvað ljóðið fjallar þarf að skoða bæði yfirborðsmynd þess og það sem býr undir, komast að kjarna ljóðsins með því að túlka það. Ljóðskáld sumir segja að ljóðskáld séu svolítið skrítin þau spili utan deilda samt alltaf til staðar alstaðar að fylgjast með eins og eldfjallafræðingar að spá í kviku og skjálfta að anda ofan í hálsmál að sleikja sólina að gera vinnu að leik og ef þau segja eitthvað þá er það eins og bergmál af tali tveggja skýja ég hef séð ljóðskáld breyta sér í laxa og synda mót straumnum einhvern veginn kom það mér hreint ekki á óvar t Birgir Svan Símonarson:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=