Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

Líking Ein tegund myndmáls er líking. Þá er einhverju lýst með því að líkja því við annað. Tveir ólíkir hlutir eða fyrirbæri eru þannig borin saman. Þegar líking er skoðuð þarf að hafa í huga hverju er verið að lýsa, við hvað því er líkt og hvað er sameiginlegt með myndgjafa og myndþega. Skoða þarf hver grundvöllur líkingarinnar er. Líkingum er skipt í myndhverfingu og viðlíkingu. Í viðlíkingu eru notuð samanburðarorðin eins og, sem, líkt og. Myndhverfing er samanburður tveggja fyrirbæra án slíkra orða. Í mynd- hverfingu er samanburðarorðunum sleppt og samband liðanna verður því nánara. Þannig má segja að kenniliðurinn hverfist yfir í myndliðinn; orð og hugtök flytjast frá einu merkingar- sviði til annars. Limra Limrur eru ættaðar frá Bretlandseyjum og eru kenndar við borgina Limerick á Írlandi. Þær hafa fimm ljóðlínur með endarími, þrjár langar sem ríma og tvær stuttar sem ríma. Stundum er sama orðið notað tvisvar til ríms. Í enskum limrum eru ekki notaðir ljóðstafir en íslensk skáld nota nánast alltaf ljóðstafi. Limrur innihalda oft nokkurt spaug eða háð. 46 Hún var blómselja, barnfædd í Nissa; hver blómelskur sveinn varð svo hissa, hve blómleg hún var meðal blómanna þar, að hún kunni’ ekki um tvítugt að kyssa. Þorsteinn Valdimarsson Myndþegi kenniliður eða grunnliður tengiorð Myndgjafi myndliður eða líkingarliður Svart myrkrið Bros þitt Faðmur þinn er eins og sem ullarteppi sólargeisl skjólið mitt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=