Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

45 Leikrit Leikrit eru samin sérstaklega til flutnings á leiksviði eða í útvarpi. Líkt og skáldsögur skiptast gjarnan í kafla skiptast leikrit í þætti eða atriði. Stundum eru skáldsögur færðar í leikbúning og leiknar á sviði. Samræður eru mikilvægur þáttur í leikritun en oft beita höfundar einræðum þar sem einn leikari líkt og talar við sjálfan sig eða áhorfendur. Framkoma, líkamstjáning, leik- munir og búningar skipa stóran sess í leikritum sem flutt eru á sviði. Misjafnt er hvað höfundar leikrita leggja mikla á herslu á að lýsa þessum þáttum í handritum sínum. Sumir láta þó fylgja fyrirmæli um hvernig á að bera fram textann, hvernig svip persónur setja upp eða hvernig þær eiga að hreyfa sig. Með tónlist í bakpoka – Leikrit í fjórum þáttum Á hliði við innganginn að garðinum er stórt skilti: HUNDAR ÓVELKOMNIR Í garðinum eru borð og stólar, sláttuvél er á miðri lóðinni, sandkassi og barnaleikföng. Unglingspiltur liggur léttklæddur á vindsæng. Hann er með hvítan hatt og sólgleraugu. Við hlið hans er stórt sambyggt hljómflutnings- tæki og frá því berst hávær tónlist. Mikil birta er á sviðinu, sólin er hátt á lofti. Hvell símhringing vekur unglinginn upp úr dag- draumi. Hann rís hratt upp og svarar í símann. UNGLINGUR : Nei, útilokað, kemur ekki til greina. Nei, þú getur gleymt því. (Leggur sím- ann frá sér fýlulegur og leggst aftur niður.) Í glugga birtist uppábúin kona á miðjum aldri. Hún er með reiðisvip. KONA: Ég kannast ekki við að hafa óskað eftir útitónleikum í garðinum í dag. UNGLINGUR: Sorrí. (Hann lækkar.)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=