Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

44 Konungasögur Fyrsta tegund sagnaritunar á Íslandi voru konungasögur. Í þeim er rakin saga norrænna konunga frá upphafi og fram að ritunartíma. Einnig er fjallað um jarla. Líklega voru flestar skrifaðar á tímabilinu 1150–1270. Ekki er vitað um alla höfunda konungasagna en Snorri Sturluson ritaði m.a. Heimskringlu sem er saga norskra konunga til loka 12. aldar. Bókinni var seinna gefið þetta nafn vegna upphafs síns en hún hefst á þessum orðum: „Kringla heimsins, sú er mannfólkið byggir, er mjög vogskorin.“ Kynning aðstæðna Allar frásagnir hafa einhvers konar byggingu, bæði bundið mál og óbundið. Við hefðbundna umfjöllun eða greiningu skáldsagna er gert ráð fyrir byggingu sem skiptist í þrennt, þ.e. kynningu, flækju og lausn. Kynning aðstæðna er upphaf sögu, eins konar inngangur. Sagt er frá helstu persónum, aðstæðum þeirra og tengslum. Þannig er lesandinn búinn undir fram- haldið, hina eiginlegu atburðarás. Í sumum sögum er kynningu aðstæðna sleppt eða hún höfð þegar liðið er á söguna. Það er einmitt eitt af einkennum smásagnaformsins. Hins vegar er kynning aðstæðna hefðbundið upphaf ævintýra. Lausn Við hefðbundna umfjöllun eða greiningu skáldsagna er gert ráð fyrir byggingu sem skiptist í þrennt, þ.e. kynningu, flækju og lausn. Í lausn frásagnar eða niðurlagi er gengið frá lausum endum og sagt frá afdrifum sögupersóna. Stundum er þó lesandinn skilinn eftir í lwausu lofti og hann þarf sjálfur að ímynda sér málalok. Það á ekki síst við í smásögum. Nokkrar konungasögur Fagurskinna Flateyjarbók Heimskringla Hryggjarstykki Morkinskinna Orkneyinga saga Ólafs saga helga Ólafs saga Tryggvasonar Sverris saga

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=