Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

43 Ránar dætur leika um unnar hest en stýrir fiska jarðar fáks heldur á haf út. Kenning eru tvö orð eða fleiri sem tákna saman eitt fyrirbæri. Tvíkennt : Fiska jörð er sjór. Þríkennt : Fiska jarðar fákur er skip. Fjórkennt : Stýrir fiska jarðar fáks er skipstjóri. Til þess að skilja eftirfarandi kenningar þarf þó nokkra leikni – og jafnvel þekkingu. Stundum þarf að breyta orðaröð. Öldur eru kallaðar Ránar dætur. Orrusta er kölluð Hildar þing. Skip er kallað Unnar hestur. Hermaður er kallaður sverða deilir Gull er kallað rógmálmur skatna Maður er kallaður sverðs viður. Kona er kölluð selja gulls. Skáldskapur er kallaður veig Gunnlaðar . Kvæði Kvæði er eitt af þeim orðum sem notuð eru yfir bundið mál sem skipt er í nokkur erindi. Orðið kveðskapur, vísur og ljóð eru skyld orðinu kvæði en merkingin er ekki alveg sú sama auk þess sem lengdarmunur skilur þarna að. Líklegt er að finna megi einhverja sögu eða frásögn í kvæði en í ljóði er líklegra að dregin sé upp mynd eða lýsing sem skapar ákveðna tilfinningu eða hugblæ. Kvæði skiptast í erindi og getur fjöldi þeirra verið mikill. Kvæðin hafa þann kost með sér, þau kennast betur og lærast gjör, en málið laust úr minni fer. Mörgum að þeim skemmtun er. Einar Sigurðsson í Eydölum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=