Hugfinnur - handbók um bókmenntahugtök

42 Íslendingaþættir Íslendingaþættir eru stuttar frásagnir af Íslendingum á miðöldum. Þeir gerast ýmist við hirð Noregskonunga eða á Íslandi og lýsa oftar en ekki samskiptum söguhetju við erlendan höfð- ingja og leið hennar að frægð og frama. Þættirnir eru oft kaflar í stærri verkum þótt þeir geti staðið sjálfstæðir og líkst nútíma smásögum að mörgu leyti. Skyldleiki við fornsögur er mikill, stíllinn hlutlægur og knappur. Þættirnir eru hins vegar einfaldari að byggingu, segja styttri sögu og persónur eru færri. Þeir eru færðir í letur á 13. og 14. öld. Kenning Kenningar eru ein tegund myndmáls og eiga þær skylt við líkingar. Þær eru eins konar arfur frá fornum kveðskap. Sumar kenningar eru einfaldar en í fornum kveðskap kepptust skáldin við að sýna frumleika sinn og hæfni með því að hafa þær flóknar. Kenningarnar gera skáldskapinn fjölbreyttari, jafnvel flóknari og krefjast meira af lesanda en ljóð án kenninga. Stundum er þó hætta á að kenningarnar beri efnið ofurliði. Nokkir Íslendingaþættir Arnórs þáttur jarlaskálds Bergbúa þáttur Gull-Ásu-Þórðar þáttur Gunnars þáttur Þiðrandabana Hrafns þáttur Guðrúnarsonar Hrómundar þáttur halta Íslendings þáttur sögufróða Óttars þáttur svarta Svaða þáttur og Arnórs kerlingarnefs Þorleifs þáttur jarlaskálds Þorsteins þáttur forvitna Þorsteins þáttur stangarhöggs Þorsteins þáttur sögufróða Þorsteins þáttur uxafóts Þorvalds þáttur víðförla Þorvarðar þáttur krákunefs Þórarins þáttur ofsa Þórarins þáttur stuttfeldar Þórhalls þáttur knapps Ívars þáttur Ingimundarsonar – upphaf Í þeim hlut má marka, er nú mun eg segja, hver dýrðarmaður Eysteinn konungur var eða hve mjög hann var vinhollur og hugkvæmur eftir að leita við sína ástmenn hvað þeim væri að harmi. Sá maður var með Eysteini konungi er Ívar hét og var Ingimundarson, íslenskur að ætt og stórættaður að kyni, vitur maður og skáld gott. Konungur virti hann mikils og var til hans ástsamlega sem sýnist í þessum hlut … Þorfinnur hét bróðir Ívars. Hann fór og utan á fund Eysteins konungs og naut þar mjög frá mörgum mönnum bróður síns. En honum þótti það mikið er hann skyldi eigi þykja jafnmenni bróður síns og þurfa hans að njóta og undi af því eigi með konungi og bjóst út til Íslands.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=